Skip to main content

Heimsmarkmið 3

Heilsa og vellíðan

Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar

Heimsmarkmið 3 - Heilsa og vellíðan

3.1 Eigi síðar en árið 2030 verði dauðsföll af völdum barnsburðar í heiminum komin niður fyrir 70 af hverjum 100.000 börnum sem fæðast á lífi.

3.2 Eigi síðar en árið 2030 verði komið í veg fyrir nýburadauða og andlát barna undir fimm ára aldri, sem unnt er að afstýra, og stefnt að því að öll lönd nái tíðni nýburadauða niður í 12 af hverjum 1.000 börnum sem fæðast á lífi og dánartíðni barna undir fimm ára aldri að minnsta kosti niður í 25 af hverjum 1.000 börnum sem fæðast á lífi.

3.3 Eigi síðar en árið 2030 verði búið að útrýma farsóttum á borð við alnæmi, berkla, malaríu og hitabeltissjúkdóma, sem ekki hefur verið sinnt, og barist verði gegn lifrarbólgu, vatnsbornum faraldri og öðrum smitsjúkdómum.

3.4 Eigi síðar en árið 2030 hafi ótímabærum dauðsföllum af völdum annarra sjúkdóma en smitsjúkdóma verið fækkað um þriðjung með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð og stuðlað að geðheilbrigði og vellíðan.

3.5 Efldar verði forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, þar á meðal fíkniefna og áfengis.

3.6 Eigi síðar en árið 2020 verði búið að ná fjölda dauðsfalla og alvarlega slasaðra vegna umferðarslysa niður um helming á heimsvísu.

3.7 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggð almenn fræðsla um kynheilbrigði, meðal annars fyrir þá sem ætla að stofna fjölskyldu, til fróðleiks og menntunar, og tryggt verði að æxlunarheilbrigði verði fellt inn í landsáætlanir.

3.8 Komið verði á heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð fjárhagslegri stöðu, aðgengi veitt að góðri og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og að öruggum, virkum og nauðsynlegum lyfjum og bóluefni á viðráðanlegu verði fyrir alla.

3.9 Eigi síðar en árið 2030 verði komið í veg fyrir, svo um munar, dauðsföll og veikindi af völdum hættulegra efna og loft-, vatns- og jarðvegsmengunar.

Tengt efni
Heimsmarkmið nr. 3: Heilsa og vellíðan
Heilsa og vellíðan